Um Macron

Lazio Macron var stofnað 1971 í Bologna á Ítalíu. Upphaflega framleiddi fyrirtækið vörur fyrir önnur merki, þ.á.m. Nike, Adidas og Reebok.

Árið 2001 varð stefnubreyting og áhersla lögð á hönnun og framleiðslu íþróttafatnaðar fyrir hópíþróttir. Undanfarin ár hefur fyrirtækið bætt við einstaklingsíþróttum og götufatnaði með góðum árangri.

Nýtískuleg og framúrstefnuleg hönnun hafa gert Macron að mest vaxandi íþróttavöruframleiðanda í Evrópu sl. áratug.

Macron á Íslandi

Rekstraraðili:
Sportic ehf
Rauðalæk 36
105 Reykjavík

Verslun:
Macron Store Reykjavík
Grensásvegi 16
108 Reykjavík

Skilmálar

ALMENNT

Seljandi er Sportic ehf, kt. 680409-0130, Rauðalæk 36, 105 Reykjavík. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti í netverslun Sportic ehf, www.macron.is.

PANTANIR

Macron.is staðfestir pöntun með tölvupósti um leið og greiðsla hefur borist.

VERÐ

Verð er alltaf staðgreiðsluverð með 24% virðisaukaskatti. Macron.is áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. Macron.is áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.

AFGREIÐSLA

SENDINGARKOSTNAÐUR

Sendingarkostnaður bætist við verð vöru áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu út á land er 990 krónur, óháð þyngd.

AFGREIÐSLA OG AFGREIÐSLUTÍMI

Afgreiðslutími er 5-7 virkir dagar eftir að greiðsla hefur borist. Mögulegt er að sækja vörur til okkar sé þess sérstaklega óskað.

GREIÐSLUMÁTI

Hægt er að greiða með kreditkorti og millifærslu:
1. Kreditkort – Hægt er að greiða vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar.
2. Millifærsla – Pöntun er samþykkt þegar millifærsla er staðfest. Pöntun telst ógild berist greiðsla ekki innan 24 klst.

SKILARÉTTUR

Skilaréttur er 14 dagar frá afhendingu. Vörur þurfa að vera í sínu upprunalega ástandi og kvittun þarf að fylgja.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um ranga eða gallaða vöru sé að ræða.