Um Macron

Lazio Macron var stofnað 1971 í Bologna á Ítalíu. Upphaflega framleiddi fyrirtækið vörur fyrir önnur merki, þ.á.m. Nike, Adidas og Reebok. Árið 2001 varð stefnubreyting og áhersla lögð á framleiðslu íþróttafatnaðar fyrir hópíþróttir.

Undanfarin ár hefur fyrirtækið bætt við einstaklingsíþróttum og götufatnaði með góðum árangri. Nýtískuleg og framúrstefnuleg hönnun hafa gert Macron að mest vaxandi íþróttavöruframleiðanda í Evrópu sl. áratug.

Macron Store Reykjavík opnaði árið 2015.

Macron á Íslandi

Rekstraraðili:
Sportic ehf
kt. 680409-0130

Verslun:
Macron Store Reykjavík
Skútuvogi 11
104 Reykjavík
Sími: 519 2171
[email protected]
Vsk. nr. 102688

Skilmálar

ALMENNT

Seljandi er Macron Store (Sportic ehf., kt. 680409-0130). Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera fjárráða til þess að eiga viðskipti við macron.is.

PANTANIR

Macron.is staðfestir pöntun með tölvupósti um leið og greiðsla hefur borist.

VERÐ

Verð er alltaf með virðisaukaskatti. Macron.is áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. Macron.is áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.

AFGREIÐSLA

SENDINGARKOSTNAÐUR

Sendingarkostnaður bætist við verð vöru áður en greiðsla fer fram. Ef pantað er fyrir meira en 20 þúsund er í boði frí heimsending, hvert á land sem er.

AFGREIÐSLA OG AFGREIÐSLUTÍMI

Afgreiðslutími er 3-4 virkir dagar eftir að greiðsla hefur borist, að því gefnu að varan sé til á lager.

GREIÐSLUMÁTI

Hægt er að greiða með kreditkorti, millifærslu, Netgíró og Pei:
1. Kreditkort – Hægt er að greiða vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar.

2. Millifærsla – Pöntun er samþykkt þegar millifærsla er kláruð. Pöntun telst ógild berist greiðsla ekki innan 24 klst.

3. Netgíró – Kynntu þér málið á netgiro.is

4. Pei – Kynntu þér málið á pei.is.

SKILARÉTTUR

Skilaréttur er 14 dagar frá afhendingu. Vörur þurfa að vera í sínu upprunalega ástandi og kvittun þarf að fylgja.

Ath. ekki er hægt að skipta vörum sem hafa verið merktar með nafni eða númeri.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um ranga eða gallaða vöru sé að ræða.