Fullkomnaðu keppnisferðina með Mi Portable PhotoPrinter- Ljósmyndaprentarinn sem passar í vasann

10.990 kr.

Vörunúmer: MIPORTABLEPRINTER Flokkar: , , , , , , , , , Merki: ,

Lýsing

Núna er hægt að prenta myndirnar samstundis! Mi Portable Photo Printer er nettur, fallegur og stórsniðugur vasaprentari sem hentar fyrir alla aldurshópa.
Auðvelt er að ferðast með hann, hvert og hvenær sem er. Enda vegur hann aðeins 181 grömm og smellur í hvaða vasa eða hólf sem er.

Ný Zink tækni og hitapappír, með 313x400dpi upplausn, hefur þann kost að hægt er að prenta án bleks, sem einfaldar og auðveldar notkun á prentaranum. Pappírinn er með lími aftaná svo hægt er að líma myndirnar hvar sem er, t.d. á veggi, í bækur, kort eða bréf. Forritið gefur margar skemmtilegar og gagnlegar prentlausnir fyrir notandann t.d. passamyndir, filtera og prentunarmöguleika sem gefa lífinu lit.

Prentarinn er ekki háður WIFI tengingu heldur notar Bluetooth og geta margir notendur notað hann á sama tíma, sem gefur skemmtilega möguleika á notkun. Hann er hlaðinn með hleðslusnúru, engin rafhlöðuskipti!

Prentarinn er um það bil 45 sekúndur að prenta eina síðu og styður JPEG og PNG skráarsnið. Með prentaranum fylgja 5 stk. af pappír og svo er hægt að kaupa áfyllingar.

Fullkominn í keppnisferðalagið!

Þér gæti einnig líkað við…