Lýsing
Bolurinn heldur fyrst á hita en andar síðan vel þegar líður á æfinguna. Hentar vel í göngu, hlaup, hjól eða skíðin.
Performance ++ er hátæknivara, hönnuð og framleidd á Ítalíu. Háþróuð efnasamsetning bolanna veldur því að bakteríumyndun er mun minni en í íþróttafatnaði almennt. Vond lykt festist því mun síður í efninu sem tryggir lengri endingu og ferskleika.