Lýsing
Í fyrsta skipti í sögu Vals verður keppnistreyja meistaraflokka fótboltans græn. Það er sérstakt gleðiefni að treyjan, sem er frá ítalska merkinu Macron, er framleidd úr 13 endurunnum plastflösum. Þar að auki er treyjan sérhönnuð fyrir Val, frá a-ö. Hún skartar uppfærðu Valsmerki sem var kynnt til sögunnar í vikunni. Mynstrið í treyjunni myndar bæði V-mynstur og er einnig táknrænt fyrir samvinnu þriggja deilda félagsins; fótbolta, handbolta og körfubolta. Mörg önnur smáatriði í treyjunni eru sérsniðin Val og sögu félagsins.
Teymi frá Val sem innihélt Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, Jón Gretar Jónsson og Þorsteinn G. Hilmarsson unnu í sameiningu með Macron að hönnun treyjunnar.
Fyrsta sending kemur um miðjan maí og restin í lok júní